27.4.12

Yfirstrikaðir staðir 39

Rómantík er ekki bara tengd ástum. Rómantík táknar viðhorf til heimsins og hlutanna í honum. Rómantíska stefnan í listum var áberandi á 19. öld (1800-1900) í íslenskri menningu og snerist m.a. um að horfa öðruvísi á heiminn en áður – og skapa list með nýjum hætti. Skynsemin skyldi ekki höfð að algjöru leiðarljósi heldur skyldu menn treysta á skynjun sína og ímyndunarafl. Líklega er kvæðið Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson eitt skýrasta dæmið um íslenska rómantík í skáldskap. Þannig var að í tímaritinu Sunnanpóstinum birtist kvæði eftir séra Árna Helgason um ótrúlega hetjudáð og fórnfýsi ungrar norskrar konu sem varð úti en hafði vafið tvö lítil börn sín klæðum sínum og bjargað þeim. Kvæðið sem heitir Móðurást varð Jónasi að umtalsefni í Fjölni (en Fjölnismenn og Sunnanpósturinn höfðu eldað grátt silfur saman) þar sem hann taldi að þarna færi presturinn illa með prýðilegt yrkisefni. Jónas tók sig til og orti kvæðið upp á nýtt og setti í rómantískari búning. Hér að neðan má sjá bæði Sunnanpóstinn og Fjölni:





1820 fannst móðir, dáin úti í Norvei, en tvíburar, sem hún bar milli bæja, voru lifandi, vafðir innaní föt hennar. Þar um var þetta kveðið.


MÓÐURÁST eft ir A. H.

1) Allt er jafnslétt, ís yfir tjörnum,
andi næðir kaldur á hjörnum;
stjörnur dauft í snjóþoku skína,
stefnunni því hægt er að týna.

2) Fátæk móðir fór með tvo krakka,
fram á leiðis verður 'að flakka;
erfður er aumingja gangur,
einkum þegar vetur er strangur.

3) Tvíburar um háls móður hanga,
henni verður megn um að ganga,
fóta — kann ei fram róa — árum;
frosnum særist þunn kinn af sárum.

4) Annist guð, segir hún, aumingja þessa,
eg er villt, en farið er að hvessa;
hvernig má eg börnunum bjarga,
bitran svo þeim ei nái farga?

5) Spjarir af sér taka ei tefur,
tjörgum þessum börnin hún vefur,
frelsist þau frá nístingi nætur '
nístings hel ei vinnur á sætu.

6) Komið vetrar náköldu nauðir,
nú hún tér; þig hræðist ei dauði,
börnunum er borgið, skallt vita,
brjóstsins móður glóðar af hita.

7) Niður á klakann synina sína,
síðan Ieggur, vindarnir hvína,
áveðurs sig að þeim hún vefur,
il það nokkurn sveinunum gefur.

8) Að næsta morgni menn hana finna,
í megnis frosti dána, helstinna.
En þá stranga upp taka reifa,
í þeim bæði börnin sig hreyfa.

9) Móðurást! sem aldrei kannt þverra,
elsku muntu líkust vors Herra,
meðan neisti lífs einhver lifir,
líknar móðir barnið sig yfir.



Eins og áður er komið fram þótti Jónasi þetta illa ort og skrifaði vini sínum bréf þar sem hann segist ekki vera skáld og ætlist ekki til að nokkrum þyki ljóð sitt merkilegt. En það sé samið eins og æfing í að sleppa úr öllu því sem var verst við kveðskapinn í Sunnanpóstinum. Ljóð Jónasar er svona:

MÓÐURAST eftir J. H.

1) Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,
í fjallinu dunar, en komið er él,
snjóskýin þjóta svo ótt og ótt.
Auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda.

2) Hver er in grátna, sem gengur um hjarn
götunnar leitar og sofandi barn
hylur í faðmi og frostinu ver,
fögur í tárum? En mátturinn þver.
Hún orkar ei áfram að halda.

3) „Sonur minn góði! Þú sefur í værð,
sérð ei né skilur þá hörmunga stærð,
sem að þér ógnar og á dynja fer.
Eilífi guðssonur, hjálpaðu mér
saklausa barninu að bjarga.

4) Sonur minn blíðasti, sofðu nú rótt.
Sofa vil ég líka þá skelfingarnótt.
Sofðu! Ég hjúkra og hlífi þér vel.
Hjúkrar þér móðir, svo grimmasta él
má ekki fjörinu farga.

5) Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið,
fannburðinn eykur um miðnætur skeið.
Snjóskýjabólstrunum blasvörtu frá
heljandi vindur um hauður og lá
í dimmunni þunglega þýtur.

6) Svo þegar dagur úr dökkvanum rís,
dauð er hún fundin á kolbláum ís. 
Snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík
líknandi vetur, en miskunnarrík
sól móti sveininum Iítur.

7) Því að hann lifir og brosir og býr
bjargandi móður ískjólinu hlýr
reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó í
barninu varðir og lágt undir snjó
fölnuð í frostinu sefur. 

8) Neisti guðs líknsemdar, ljómandi skær,
lifinu beztan er unðinn fær,
móðurást blíðasta, börnunum háð,
blessi þig jafnan og efli þitt r áð
guð, sem að ávöxtinn gefur.