29.10.11

Gullkistan 12

Himinin er blár,
fjöllin eru úr steinum,
sjórinn er risa stór.              -Karen Sunna Atladóttir

28.10.11

Gullkistan 11


Vaka

Skógurinn mikli

Tréin fallega græn
Gula blómið mitt
Laufin falla fallega 
Moldin mjúka brúnaAri Leifsson

Gullkistan 10

Theódóra HjaltadóttirGullkistan 9


Tré er grænt laufum
lauf hrynja þegar haustar
rætur róta mold

Vaka Halldórsdóttir

Gullkistan 8


Vaka Halldórsdóttir

Gullkistan 7Bjölluhóf...nýr endir

Knútur mætti einn á Bjölluhófið, sem eru aðeins á 100 ára fresti, þá sá hann Klepra Kaffibjöllu vera að dansa við Karen stelpubjöllu. Knútur fór og náði sér í drykk og þegar hann fór aftur að dansgólfinu þá sá hann Karen  skvetta drykk sínum framan í Klepra og löðrunga hann svo. Þetta gerði Knút ekki leiðan, ó sei sei nei, hann leit á þetta sem tækifæri til að fá séns með Karen svo að hann fór og bauð henni í dans þetta varð svo byrjunin af yndælu sambandi. Knútur og Karen lifðu hamingjusamlega allt fram til æviloka þar sem að brjálaður fótur birtist út úr engu og myrti Knút og Karen grimmlega.

-Sindri Már Fannarsson 

24.10.11

Gullkistan 6

Haustið 


 Haustið er komið. 
Laufin falla af trjánum. 
Rauð, gul, brún og dauð. 
Það dimmir mjög fljótt úti. 
Og fuglarnir fljúga burt.           -Heiða Rún Sigurjónsdóttir

22.10.11

Gullkistan 5

eldur er heitur
rauðhólar eru rauðir
rauðavatn er rautt
blómin eru stundum bleik
eldfjöll eru heit og rauð


           -Freyja Lind Hilmarsdóttir

21.10.11

Gullkistan 4Litla, gula blóm
nú fellur regnið niður
og blómið stækkar.
Um engið gengur maður
heldur á fölnaðri rós.

              -Jón Ragnar Björgvinsson

Orðaforði 1Auktu við orðaforða þinn

Gullkistan 3

Fiðrildin dansa
fagrir litir regnbogans 
skreytta heiminn stutt
því nóttinn bannar liti
myrkrið ræður þá ríkjum 

            -Hjörtur Breki Egilsson

Gullkistan 2

Vaka 2.0


Harry var helkross.

Verndari Rons er hundur.
James Potter var „Horn.“
Tom Riddle var Voldemort.
Malfoy var ekki vondur.

                       -Sindri Már Fannarsson

20.10.11

Gullkistan 1

Snjóar blómum 
en bláföl móðan
nú byrgir mó.
Af gæsa-ómum
ymur um hljóðan
Ívare-sjó.

Draumvofur margar
dansa í spori
við dapran þey:
Er aftur gargar
hér gæs að vori,
heyri' ég það ei . . .

               -Ohotsuno Ozi

Ohotsune Ozi, Fæddur 663 e. Kr. 

Hann var maður sem sagðist og þóttist eiga einhvern hlut í konungsríkinu eða einhvað í þá áttina. Með það voru allir mjög reiðir og var hann því tekin af lífi árið 687 e. Krist. Af skipun frá Taizyo drottingu.

Rétt áður en hann var tekin af lífi var talið að hann hafi samið þessa vísu hér að ofan.

Jakob Jóh. Smári þýddi.

17.10.11

Að læsa bloggsíðunni

Ef þið viljið læsa bloggsíðunni ykkar eða stjórna því hvort efni af henni kemur upp ef einhver gúglar nafnið ykkar skuluð þið fylgja þessum skrefum:

Farið á Blogger.com og loggið ykkur inn.

Finnið þessa mynd fyrir aftan bloggið ykkar og smellið á svarta þríhyrninginn.

Veljið „Settings.“

Ef þú vilt EKKI að bloggið þitt birtist á Google-leitarvélinni breytir þú stillingunum sem merktar eru með Privacy. Og vistar breytingarnar.


Ef þú vilt að bara kennari geti séð bloggið þitt breytir þú stillingum í Blog Readers. Og vistar.

Þú gætir þurft að smella á einhvern annan flokk fyrst til að geta síðan skráð lesendur. En þú getur skráð þá með því að smella á „Add readers“.Þú smellir á það og skráir: „icemuscle@gmail.com“ sem lesanda.

Vistar svo breytingar. Þá ætti enginn að geta lesið bloggið nema kennarinn.

4.10.11

Námsmat og verkefni


Vikuverkefni eru tengd við yfirstrikaða staði. Eftir lestur og umræður ákveður hver nemandi hvert vikuverkefnið verður. Verkefnið er síðan metið út frá frumleika, sköpunarauðgi og iðjusemi. Námsmat vegna verkefna er stjörnugjöf sem ákveðin er af kennara og nemanda í sameiningu. Hægt er að fá 1, 2 eða 3 stjörnur fyrir verkefnin. Það sem eftir er af skólaárinu á hver nemandi að reyna að safna 50 stjörnum (á u.þ.b. 30 vikum).

Hvenær: Fimmtudagar (skil) & föstudagar (nýtt efni)
Gildi af einkunn: 33,3% (>49 stjörnur = 10)


Málfræði: Nemandinn tekur brekkupróf á 6 vikna fresti. Þess á milli gerir hann sér glósur og vinnur verkefni eftir áætlun. Útskýringar og glósur getur hann sótt hingað á síðuna.

Ef nemandi mælist í tvígang á brekkuprófi yfir 80% í tilteknum námsþætti tekur hann munnlegt próf, standist hann það útskrifast hann um leið í námsefni 8. bekkjar í þeim efnisþætti og fer í efni úr 9. bekk í staðinn.


Hvenær: Miðvikudagar (með kennara) & námslotur + heimanám (að mestu sjálfsnám)
Gildi af einkunn: 33,3% (Meðaleinkunn námsþátta)Þá eru nemendur metnir útfrá umræðum og verkefnum í tímum. Í hverri viku kafar námshópurinn í eitthvað fyrirbæri og safnar upplýsingum og orðaforða. Nemendur tjá sig í mæltu og rituðu máli, gera tónverk og teikningar.


Hvenær: Miðvikudagar 
Gildi af einkunn: 33,3%