Íslenskunámið 2011-2012



Vikuverkefni eru tengd við yfirstrikaða staði. Eftir lestur og umræður ákveður hver nemandi hvert vikuverkefnið verður. Verkefnið er síðan metið út frá frumleika, sköpunarauðgi og iðjusemi. Námsmat vegna verkefna er stjörnugjöf sem ákveðin er af kennara og nemanda í sameiningu. Hægt er að fá 1, 2 eða 3 stjörnur fyrir verkefnin. Það sem eftir er af skólaárinu á hver nemandi að reyna að safna 50 stjörnum (á u.þ.b. 30 vikum).

Hvenær: Fimmtudagar (skil) & föstudagar (nýtt efni)
Gildi af einkunn: 33,3% (>49 stjörnur = 10)


Málfræði: Nemandinn tekur brekkupróf á 6 vikna fresti. Þess á milli gerir hann sér glósur og vinnur verkefni eftir áætlun. Útskýringar og glósur getur hann sótt hingað á síðuna.

Ef nemandi mælist í tvígang á brekkuprófi yfir 80% í tilteknum námsþætti tekur hann munnlegt próf, standist hann það útskrifast hann um leið í námsefni 8. bekkjar í þeim efnisþætti og fer í efni úr 9. bekk í staðinn.


Hvenær: Miðvikudagar (með kennara) & námslotur + heimanám (að mestu sjálfsnám)
Gildi af einkunn: 33,3% (Meðaleinkunn námsþátta)



Þá eru nemendur metnir útfrá umræðum og verkefnum í tímum. Í hverri viku kafar námshópurinn í eitthvað fyrirbæri og safnar upplýsingum og orðaforða. Nemendur tjá sig í mæltu og rituðu máli, gera tónverk og teikningar.


Hvenær: Miðvikudagar 
Gildi af einkunn: 33,3%

No comments:

Post a Comment