7.5.12

LARP - stig

Leikurinn fer þannig fram að þið reynið að lifa af eða drepa aðra. Líf verður táknað með bandi um upphandlegg.

Stig (grunnur)

Að drepa annan leikmann +5
Að fá „nýtt“ líf -10

Að drepa fleiri en tíu +20 aukastig
Að deyja sjaldnar en þrisvar +10
Að deyja aldrei +20 aukastig

Að vera ekki kominn að nægtarhorninu 4 mínútum eftir að gongið hljómar -15

Að koma upp að nægtarhorni +2
Að vera drepinn við nægtarhornið -2 auka

Að geta þulið upp (bara eftir minni) upphaf Ríkarðs III +5 fyrir hverja línu
Að gera villu í Ríkharði III -2 fyrir hverja villu

Að semja rétt orta hæku +3
Að semja rétt orta vöku +4
Að semja vöku eða hæku vitlaust -5

Að leika sannfærandi og með tilþrifum Le Horla +5 til +10
Að klúðra sýningunni -5

Að yrkja ljóð um einhvern sem þér þykir vænt um +2 til +4

Að taka ljósmynd af andstæðingi inni í skógi (verða að sjást tré) þar sem hann horfir beint í myndavélina +2
Að láta taka mynd af sér í skóginum þar sem maður horfir beint í vélina -2

Að taka listræna ljósmynd í skóginum +2 til +10
Að taka klisjukennda ljósmynd í skóginum -3

Að brugga úr vatni, mold og jurtum „eitraðan drykk“ +3
Næsti hópur/einstaklingur sem „klikkar“ á verkefni þarf að „drekka“ drykkinn -2

Að kunna og flytja „Sestu hérna hjá mér systir mín góð“ utanað +10
Að klikka á flutningnum eða skorta tilfinningu -3

Að tálga trékarl á innan við 5 mínútum +5
Að brjóta eða eyðileggja trékarlinn -3

Að syngja „Ást“ með réttum texta +5 fyrir hvert erindi
Að gera villur í textanum eða stoppa á röngum stað í söngnum -2 hver villa


27.4.12

Yfirstrikaðir staðir 39

Rómantík er ekki bara tengd ástum. Rómantík táknar viðhorf til heimsins og hlutanna í honum. Rómantíska stefnan í listum var áberandi á 19. öld (1800-1900) í íslenskri menningu og snerist m.a. um að horfa öðruvísi á heiminn en áður – og skapa list með nýjum hætti. Skynsemin skyldi ekki höfð að algjöru leiðarljósi heldur skyldu menn treysta á skynjun sína og ímyndunarafl. Líklega er kvæðið Móðurást eftir Jónas Hallgrímsson eitt skýrasta dæmið um íslenska rómantík í skáldskap. Þannig var að í tímaritinu Sunnanpóstinum birtist kvæði eftir séra Árna Helgason um ótrúlega hetjudáð og fórnfýsi ungrar norskrar konu sem varð úti en hafði vafið tvö lítil börn sín klæðum sínum og bjargað þeim. Kvæðið sem heitir Móðurást varð Jónasi að umtalsefni í Fjölni (en Fjölnismenn og Sunnanpósturinn höfðu eldað grátt silfur saman) þar sem hann taldi að þarna færi presturinn illa með prýðilegt yrkisefni. Jónas tók sig til og orti kvæðið upp á nýtt og setti í rómantískari búning. Hér að neðan má sjá bæði Sunnanpóstinn og Fjölni:





1820 fannst móðir, dáin úti í Norvei, en tvíburar, sem hún bar milli bæja, voru lifandi, vafðir innaní föt hennar. Þar um var þetta kveðið.


MÓÐURÁST eft ir A. H.

1) Allt er jafnslétt, ís yfir tjörnum,
andi næðir kaldur á hjörnum;
stjörnur dauft í snjóþoku skína,
stefnunni því hægt er að týna.

2) Fátæk móðir fór með tvo krakka,
fram á leiðis verður 'að flakka;
erfður er aumingja gangur,
einkum þegar vetur er strangur.

3) Tvíburar um háls móður hanga,
henni verður megn um að ganga,
fóta — kann ei fram róa — árum;
frosnum særist þunn kinn af sárum.

4) Annist guð, segir hún, aumingja þessa,
eg er villt, en farið er að hvessa;
hvernig má eg börnunum bjarga,
bitran svo þeim ei nái farga?

5) Spjarir af sér taka ei tefur,
tjörgum þessum börnin hún vefur,
frelsist þau frá nístingi nætur '
nístings hel ei vinnur á sætu.

6) Komið vetrar náköldu nauðir,
nú hún tér; þig hræðist ei dauði,
börnunum er borgið, skallt vita,
brjóstsins móður glóðar af hita.

7) Niður á klakann synina sína,
síðan Ieggur, vindarnir hvína,
áveðurs sig að þeim hún vefur,
il það nokkurn sveinunum gefur.

8) Að næsta morgni menn hana finna,
í megnis frosti dána, helstinna.
En þá stranga upp taka reifa,
í þeim bæði börnin sig hreyfa.

9) Móðurást! sem aldrei kannt þverra,
elsku muntu líkust vors Herra,
meðan neisti lífs einhver lifir,
líknar móðir barnið sig yfir.



Eins og áður er komið fram þótti Jónasi þetta illa ort og skrifaði vini sínum bréf þar sem hann segist ekki vera skáld og ætlist ekki til að nokkrum þyki ljóð sitt merkilegt. En það sé samið eins og æfing í að sleppa úr öllu því sem var verst við kveðskapinn í Sunnanpóstinum. Ljóð Jónasar er svona:

MÓÐURAST eftir J. H.

1) Fýkur yfir hæðir og frostkaldan mel,
í fjallinu dunar, en komið er él,
snjóskýin þjóta svo ótt og ótt.
Auganu hverfur um heldimma nótt
vegur á klakanum kalda.

2) Hver er in grátna, sem gengur um hjarn
götunnar leitar og sofandi barn
hylur í faðmi og frostinu ver,
fögur í tárum? En mátturinn þver.
Hún orkar ei áfram að halda.

3) „Sonur minn góði! Þú sefur í værð,
sérð ei né skilur þá hörmunga stærð,
sem að þér ógnar og á dynja fer.
Eilífi guðssonur, hjálpaðu mér
saklausa barninu að bjarga.

4) Sonur minn blíðasti, sofðu nú rótt.
Sofa vil ég líka þá skelfingarnótt.
Sofðu! Ég hjúkra og hlífi þér vel.
Hjúkrar þér móðir, svo grimmasta él
má ekki fjörinu farga.

5) Fýkur yfir hæðir og frostkalda leið,
fannburðinn eykur um miðnætur skeið.
Snjóskýjabólstrunum blasvörtu frá
heljandi vindur um hauður og lá
í dimmunni þunglega þýtur.

6) Svo þegar dagur úr dökkvanum rís,
dauð er hún fundin á kolbláum ís. 
Snjóhvíta fannblæju lagði yfir lík
líknandi vetur, en miskunnarrík
sól móti sveininum Iítur.

7) Því að hann lifir og brosir og býr
bjargandi móður ískjólinu hlýr
reifaður klæðnaði brúðar, sem bjó í
barninu varðir og lágt undir snjó
fölnuð í frostinu sefur. 

8) Neisti guðs líknsemdar, ljómandi skær,
lifinu beztan er unðinn fær,
móðurást blíðasta, börnunum háð,
blessi þig jafnan og efli þitt r áð
guð, sem að ávöxtinn gefur.

26.3.12

Yfirstrikaðir staðir 38


Berðu saman afstöðu Katniss og Peeta til Kapítól. Katniss reynir oft að fela allar tilfinningar fyrir almenningi eða myndavélum. Peeta er duglegri að setja á svið áhuga eða ánægju en segir samt á einum stað: „Ég vil deyja sem ég sjálfur...Ég vil ekki láta breyta mér þarna inni. Breyta mér í eitthvað skrímsli sem ég er ekki?“ Hvað er það sem þau óttast að glata? Hvað er það sem þau reyna að halda í? Hvort samsamar þú þér heldur við?

Hvað er það sem dregur fólk að svona „leikum“  – bæði í Panem og okkar eigin heimi? Hvaða tilgangur er með þeim? Hvaða félagslegu þörfum sinna þeir? Getur þörf okkar fyrir eitthvað „rosalegt“ brenglað raunveruleikaskyn okkar? Er eitthvað að marka „raunveruleikaþætti“? Gefa þeir raunverulega mynd af veruleikanum? Hvaða áhrif hefur þessi þörf okkar fyrir „látalæti“ á okkur og samfélagið (í stóru og smáu samhengi)?

21.3.12

Gullkistan 39

Gullkistan 38



Ég ákvað að teikna mynd um ást.
Eldur - Reiði
Regndropar/Tár - Sorg
Myrkur - Ótti
Hamingja - Gleði

–Eva María

Gullkistan 37

–Hinrik Hjaltason

Gullkistan 36


Gullkistan 35

29.2.12

Gullkistan 34


Unglingsárin
Áhyggjurnar sem fljóta í gegnum hugann.
Tilfinningarnar sem þjóta í gegnum líkamann.
Tárin sem þú falla niður kinnarnar.

Lífið sem þú horfðir á með bros á vör þegar yngri þú varst
Lífið sem er í versta ástandi á unglingsárum

Áhyggjurnar, Áhyggjurnar sem þú hefur aldrei fundið áður.
Tilfinnangarnar sem hafa aldrei snert þig
Tárin sem koma við fyrsta tækifæri

Allt sem þú hafðir aldrei skilið, skiluru nú
augnablik sem breytir lífinu..

Þegar þú varst yngri var líkt og þú varst vakandi í draumi og svo á
unglingsárum ertu sofandi í martröð.

Fólkið sem labbar frá þér á unglingsárum, þú byrjar að sjá hverjir áttu þig ekki
skilið,skilið vináttu, ást , umhyggju frá þér

Að líta til baka og sjá hverjir labba frá þér
 En skilja eftir fótspor,Fótspor sem gleymast ekki.

En fyrr en þú byrjar að átta þig á  að fólkið sem skilur eftir fótspor
hefur þú átt góða tíma með fólkinu

Berneskan er auðveldrai á allan hátt....
–Stella Margrét

Gullkistan 33





–Stella Margrét

Gullkistan 32

Á maður að velja sér maka úr sama „flokki“ og maður tilheyrir sjálfur?

 Þegar það kemur að því að fólk velji sér maka þá finnst mér ekki skipta máli hvort manneskjan sé í sömu íþróttum, með sama tónlistarsmekkinn, sömu áhugamál eða sé í sama „fegrunarflokk“ . Allt sem skiptir máli er að maður beri tilfinningar til einstaklingsins, sama hversu líkur eða ólíkur hann er þér. Oft eru það ólíkustu einstaklingarnir sem smellpassa saman. Að sjálfsögðu er auðvitað líka líklegt að fólk hafi eitthvað sameiginlegt í fyrstu, fyrstu kynnin geta til dæmis verið útfrá sameiginlegum vini eða sameiginlegum áhugamálum. Það getur hjálpað til þegar fólk er að kynnast að hafa sameiginlega hluti til þess að tala um en ég held að maður endi alltaf með manneskju sem er ólík manni.

 Það er þó algengt að fólk leggji áherslu á að finna sér myndalega kærustu / kærasta og setji útlitið í fyrsta sæti. Fólk lætur oft blekkjast af útliti og gleymir þá að hugsa um það sem skiptir mestu máli; persónuleikinn og að manneskjan sé góð við þig. Niðurstaða pælingar: Þú tekur bara manneskjunni eins og hún er og elskar hana eins og hún er.

–Lilja Karen Kristófersdóttir

Gullkistan 31


Ég heiti Erlendur Guðni og fæddist 10 febrúar 1998 kl 14:12.Og mér fannst alltaf gaman um jólinn og  var alltaf að baka með ömmu minni.Ég og mamma áttum heima hjá ömmu og afa til ársins 2005.Þá keypti mamma íbúð í Breiðholti sem við fluttum í það var mjög erfitt að flytja þangað.
Af annara sögn var ég mjög góður og brosmildur,en þótti stríðinn.Ég var mjög spenntur t.d.fyrstu jólin þá borðaði ég upp úr heilum konfektkassa á aðfangadag og fékk aldeilis í magann á eftir.En fullt af jólagjöfum undir jólatrénu og mér fannst gaman að taka utan af þeim.Þegar ég var skírður í Fella-og Hóla kirkju þá hélt afi minn á mér,hann var hræddur um að missa mig svo hann vafði utan um mig skírnarkjólnum,ég varð mjög hræddur og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.Að eiga heima hjá ömmu og afa og frænkum mínu sem voru tvær ég var í uppáhaldi hjá þeim öllum sérstaklega þótti mér gott að vera hjá Kristínu Júlíönu sem mér þótti vænst um af öllum,ég var alveg dekraður af þeim öllum.Fyrir fyrstu jólin var búið að þrífa ísskápin amma ætlaði að fara að leita að mér þá hafði ég skriðið inn í tómann ísskápinn og hallað hurðinni aftur svo engin sá mig,þá fann amma mig þar inni, þá þóttist ég mjög sniðugur.Við ferðuðumst  mjög mikið á sumrin,þegar ég var 3 ára fórum við í Þórsmörk þá var farið yfir Krossá sem var mjög mikið í þá,það flæddi mikið inní í rútuna, ég var ekkert hræddur en amma mín var alveg rosalega hrædd og ég þurfti að halda í hendina á henni.
 Ég hef ferðast nokkuð mikið með afa og ömmu og frænkum mínu við flugum til Frankurt,tókum bíll á leigu keyrðum í Moseldalinn þar gistum við í Bernkastel sem er mjög fallegur bær,við vorum þarna í nokkra daga og vorum að skoða okkur um. Ég sá vínekrurnar í Moseldalnum sem mér fannst alveg meiri háttar.Við komum við í Tríer sem  var gaman að koma í,  ég fékk mér heita vöfflu með köldum ís ofan á.Við skoðuðum söguminjar staðarinns. Hér bak við mig sem ég er að borða sjást rómverskar minjar Porte Nigro.
 
Frá Trier héldum við til Lugsemborgar þar skoðuðum við gilið, konungshöllina og fleiri flotta staði . Þetta var geðveik ferð með þeim.

 Eitt kvöldið var ákveðið að taka stefnuna til Parísar við komum seint um kvöld til Parísar og byrjuðum að leita að hóteli.Effelturninn var beint á móti herberginu það var lítil gluggi sem var með Effelturninn mótaðan  inn í glugganum.Daginn eftir fórum við í neðan jarðar lest og ætluðum að skoða Effelturninn,Norte Dame kirkjuna.Ég skoðaði líka Louere safni sem er mjög frægt og er mjög flott að sjá og líka Sigurbogan,Kongortorgið,Latínuhverfið en samt Effelturnin var bestur og svo kom Norte Dame kirkjan.


Ég var alveg hissa þegar maður sá alla þessa ávexti á götunum.Þessi mynd er af mér í Luore safninu.Afi og ég í speglasalnum.Svo leið heim þá fórum við til Þýskalands og fórum í Euro Park það var geðveikt gaman ég fór í vatnsrennibraut og það var gaman ég fór margar ferðir.

Þetta var mjög skemmtilegt að vinna þetta verkefni og gera allt sem er hér fyrir ofan þetta var bara gaman.

Gullkistan 30



Mömmurnar eru mikilvægastar



Mér finnst mömmur vera mikilvægastar.
Það eru þær sem bera mann inni í sér í svona 9 mánuði og rembast við að koma manni út í marga klukkutíma.
Þær fæða mann.

Þær klæða mann.
Þær kyssa á bágtið.
Þær kúra hjá manni.
Þær elda matinn.
Þær taka til og þrífa allt.
Þær búa um rúmið.
Þær þerra tárin.
Þær skutla manni út um allt.
Og þær myndu gera örugglega hvað sem er fyrir mann ef þær gætu.





–Unnur Petrea Halldórsdóttir

Gullkistan 29


Íslenskar Uglur

Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum: Snæuglur og Branduglur.



Brandugla


Branduglur eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200-500 fuglar yfir vetrartímann.
 Þær verpa á láglendi, aðallega í Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og Borgarfirði. Eggin eru 2-7 og stendur varpið frá miðjum maí og fram í miðjan júní. 
Mýs eru helsta fæða brandugla og þá aðallega hagamýs en einnig húsamýs. Litlir vað- og spörfuglar eru einnig mikilvæg fæða. 




Snæugla


Snæuglur eru stærri en branduglur, 53-66 cm og rúm tvö kg að þyngd. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn. 
Snæuglur eru ekki margar hér á landi og sjást um það bil tíu fuglar á ári. 
Eins og áður sagði verpa þær ekki að staðaldri á Íslandi en þegar það gerist þá er varpið um miðjan maí og eggin 1-5 talsins. 
Snæuglur lifa aðallega á rjúpum og öndum, en einnig vaðfuglum og músum. 
Þær geta orðið nokkuð gamlar miðað við fugla og ná stundum 10 ára aldri.






–Unnur Petrea, Vaka, Indía.

Gullkistan 28

Smelltu


Eitur fyrir byrjendur

–Hinrik Hjaltason

Gullkistan 27





Árið mitt í myndum
–Theódóra Hjaltadóttir

Gullkistan 26

A Fleeting Summer

–Vaka Halldórsdótti