Íslenskar Uglur
Á Íslandi eru tvær tegundir af uglum: Snæuglur og Branduglur.
Brandugla
Branduglur eru 37-39 cm að lengd og að meðaltali um 320 g að þyngd. Stofninn er lítill, líklega ekki nema 100-200 varppör en 200-500 fuglar yfir vetrartímann.
Þær verpa á láglendi, aðallega í Þingeyjarsýslu, Eyjafirði og Borgarfirði. Eggin eru 2-7 og stendur varpið frá miðjum maí og fram í miðjan júní.
Mýs eru helsta fæða brandugla og þá aðallega hagamýs en einnig húsamýs. Litlir vað- og spörfuglar eru einnig mikilvæg fæða.
Snæugla
Snæuglur eru stærri en branduglur, 53-66 cm og rúm tvö kg að þyngd. Kvenfuglinn er stærri en karlfuglinn.
Snæuglur eru ekki margar hér á landi og sjást um það bil tíu fuglar á ári.
Eins og áður sagði verpa þær ekki að staðaldri á Íslandi en þegar það gerist þá er varpið um miðjan maí og eggin 1-5 talsins.
Snæuglur lifa aðallega á rjúpum og öndum, en einnig vaðfuglum og músum.
Þær geta orðið nokkuð gamlar miðað við fugla og ná stundum 10 ára aldri.
–Unnur Petrea, Vaka, Indía.
No comments:
Post a Comment