21.11.11

Gullkistan 25

Lifnaðarhættir Ælendinga


Þetta er dæmi um lifnaðarhætti Ælendinga og þeir hlusta á svona tónlist http://www.youtube.com/watch?v=2Hf-B9ss Ælendingar eru sóðar og koma illa fram við hvorn annan.
                                                    


Þetta er hegðun þeirra á daginn.

Þetta er ósýnilegur Ælendingur.

Vaka Halldórsdóttir

Gullkistan 24


Unglingar
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fyrsta æviárinu er afleiðingin sú að við vantreystum öðrum.
Verkefni okkar eða hlutverk á unglingsárum er að finna sjálfsmyndina. Ef það tekst ekki, verður úr því sjálfsmyndarruglingur, að við vitum ekki vel hver við erum. Þetta er veigamikið verkefni og getur verið erfitt. Erikson taldi að meðal þess sem við þyrftum að taka afstöðu til væri starfsval, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir, hugmyndir um giftingu, trú á eigin getu í starfi, kynhneigð, menning, áhugamál, persónuleikaeinkenni og líkamsímynd. Allt þetta þarf að gerast á þeim stutta tíma sem unglingsárin taka.
Það er því ljóst að hlutverk okkar á unglingsárunum er ekki auðvelt. Við eigum að vera að finna sjálfsmynd okkar rétt á meðan líkaminn er stöðugum breytingum undirorpinn, hormónaflæðið streymir um okkur, kröfurnar til okkar verða æ meiri í skóla og einkalífi og tilboðin til okkar verða æ flóknari og afleiðingar þeirra afdrifaríkari. Þar að auki erum við að æfa alls kyns nýfengna færni í hugsun um leið og við erum að taka fyrstu skrefin inn í veröld hinna fullorðnu. Tilraunir okkar til að fóta okkur í þessu nýja umhverfi eru stundum ekki sem árangursríkastar og mæta oft nokkurri mótspyrnu umhverfisins. Það er því ekki undarlegt að bæði foreldrar og unglingar verða að sýna þolinmæði og skilning á þessu tímabili, með það í huga að það tekur þó alltént enda.

Tekið af Vísindavefnum

Unglings árin geta verið erfið hjá sumum. Á þessum tíma geta orðið einelti en á sama tíma geta orðið vina hópar sem endast mjög lengi. Unglingsárin geta verið ljúf og létt en hja sumum eru þetta erfiðustu tímarnir.Númerin hægra megin á myndunum passa við númerin á textunum og segja soldið frá.

1.  Öllum stelpum er mikilvægt að eiga góðar vinkonur.
Þetta er dæmi um erfiðleika á unglingsárum það er erfitt að fara í gegnum þau án þess að eiga ekki vini/Vinkonur en það er ekki með því sagt að það sé ekki hægt og líða bara alveg mjög vel.


2. Svar við mig langar svo í sund.
það var gerð játing á bleikt.is sem stelpa skrifaði sem leið illa með líkamann sinn , henni leið illa i kringum fólk þegar hún er í sundi af því hún segir að hún sé of þung eða og feit og er þá hrædd um álit annarar og vill því ekki fara í sund sem er ekki gott því henni langar en vill ekki útaf áliti annara.

3. Ég er ástfangin á besta vini minum.
Þessi játing var um strák sem er hrifin af besta vini sínum. En þorir ekki að segja neinum það.

4. Bleikt.is
Bleikt.is er síða þar sem krakkar sem fullorðnir geta sagt sögur sínar og því sem þau hafa gengið í gegnum eða hvernig þeim líður. Ég hef lesið mikið af þessari síðu og sumt þarna er mjög sorglegt t.d um einelti , ofbeldi og svo fullt meir mikið er um af ástarsorgum á unglinsárum.

5. Á ég að þora kyssa hann.
Ég sjálf hef ekki lesið þessa játningu en mér sýnst á fyrir sögnini að þetta sé svona ekta dæmi um vesen á unglinsárum.

6. Sama og numer 2.

7. Ekki deita strákin sem vinkona þún er hrifin af.
Man voða lítið eftir þessari en þessi játing var mikið drama og vesen.

–Theódóra Hjaltadóttir

Gullkistan 23


Lífið.
Lífið er ljóð um lífsins dyr.
Lífið veldur vonbrigðum en gaf
mér móður sem heldur utan um mig og sleppir ei.
Lífið veldur dauða og einstakt líf.
Hér gengurðu með mér í gegnum lífsins dyr.

–Stella Margrét Magnúsdóttir

Gullkistan 22

Ástin


Ást fylgir þér alla tíð.
Þú finnur einhvern sem þú vilt vera með.
Þú hættir að vera einsamalt peð.
Þið setjið upp giftingarhring.
Ó, ástin er unaðsleg tilfinning!Sigurbjörg Halldórsdóttir

Gullkistan 21Stjórnarskrá Úllónolló
Eftir Naugthy Natan, Hjört Dreka og Dr. Sindra Potter.


1.     „Þetta er Norðlingaskóli, þú hefur frelsi, nýttu það.“

2.     „Þú skalt ekki láta þig dreyma um aðra skóla“

3.     Úllónolló er nafnið, ekki Unglingadeild Norðlingaskóla né neitt annað og þú skalt ekki leggja nafn „Úllónólló við hégóma“

4.     „Þú skalt nota tímann í skólanum til að læra og hvíla þig heima og um helgar.“

5.     „Heiðra skaltu kennarana.“

6.     "Þú skalt ekki meiða samnemendur þína."

7.     „Ekki vera faggi.“

8.     "Þú skalt ekki stela."

9.     „Ekki ljúga upp á samnemendur þína.“

10.  „Ekki girnast hluti samnemenda þinna, hvort sem það séu föt eða námsdót.“

Gullkistan 20

Í tsunami hörmungum í Japan dóu þúsundir manna, barna og kvenna. Þegar björgunarsveitir komust á svæðið náðu þeir að bjarga mörgum. Þegar einn þessarar sveita var að grafa í gegnum húsarústir, þá fundu þau kvenmannslíki. Eftir allar dauðu manneskjunar sem þessir fimm menn hefðu séð þá var þetta ekki sérstakt og þessir menn maáttu ekki eyða miklum tíma til að syrgja eina manneskju þar sem aðrar manneskjur þurftu hjálp þeirra. Þrátt fyrir það þá fundu þessir menn fyrir skrýtinni þörf til að snúa við. þegar þeir skoðuðu líkið betur sáu þeir að hún var í skrýtni stöðu eins og hún væri að krjúpa yfir einhverju þegar þeir hefðu fjarlægt mold og rusl af henn fundu þau litið heilbrigt smábarn sem móðirinn fórnað lífinu sínu fyrir litla möguleikann að einhver gætu fundið barnið. 


-Hjörtur Breki Egilsson

Gullkistan 19

Ljóð 

 Strákarnir sýna hvað þeir geta, 
 þeir bölva mikið og freta, 
 stelpurnar sitja og horfa á, 
 en þær hlusta ekkert á þá.

Karen Sunna Atladóttir

Gullkistan 18

Kínversk tákn
Birta Kristrún HjaltadóttirKaren Sunna AtladóttirHeiða Rún Sigurjónsdóttir
7.11.11

Yfirstrikaðir staðir 37

Jóhann Sebastían Bach: Aría úr Goldberg tilbrigðum. Glenn Gould leikur.
Eða horfið á myndbandið:

Gullkistan 17

Ljósmyndir af því sem okkur þykir vænt um:

-Heiða Rún Sigurjónsdóttir

–Freyja Lind Hilmarsdóttir

–Gunnar Árni Konráðsson–Lilja Karen Kristófersdóttir


–Theódóra Hjaltadóttir

–Unnur Petrea Halldórsdóttir


Gullkistan 16


Heimili Ælendinga


-Unnur Petrea Halldórsdóttir

Gullkistan 15

Stjórnarskrá Úllónolló


1. „Þetta er Norðlingaskóli, þú hefur frelsi, nýttu það.“

2. „Þú skalt ekki láta þig dreyma um aðra skóla“

3. Úllónolló er nafnið, ekki Unglingadeild Norðlingaskóla né neitt annað og þú skalt ekki leggja nafn „Úllónólló við hégóma“

4. „Þú skalt nota tímann í skólanum til að læra og hvíla þig heima og um helgar.“  


5. „Heiðra skaltu kennarana.“ 


6. "Þú skalt ekki meiða samnemendur þína." 


7. „Ekki vera faggi.“ 


8. "Þú skalt ekki stela." 


9. „Ekki ljúga upp á samnemendur þína.“ 


10. „Ekki girnast hluti samnemenda þinna, hvort sem það séu föt eða námsdót.“
–Natan, Sindri & Hjörtur.

Gullkistan 14


Unglingar eru mjög flóknir. Þeir fara í gegnum mörg tímabil. Sumir unglingar þurfa ekki að ganga í gegnum margt, vandamál eða vanlíðan geta líka komið seinna á lífstíðinni. En sumir af þeim þurfa að ganga í gegnum margt, sama hvort það sé tengt fjölskyldum eða vinum. Helstu dæmi um hvað unglingar þurfa að ganga í gegnum eru: Þegar unglingar og börn þurfa að ganga í gegnum skilnað foreldra sinna, misnotkun gegn börnum og unglingum, alkólismi í fjölskyldunni er líka algengur, líkamlegt og andlegt ofbeldi er algengt á sumum heimilium, missir af nánum ættingja getur líka valdið miklum vanlíða og svo er það líka einelti sem er mjög algengt.

 Oftast þegar unglingur hafa átt erfiða æsku getur það valdið mismundandi einkennum, til dæmis: kvíðaköst, átvandamál, athyglisbrestur, þunglyndi, vanlíðan og í einstaka tilfellum koma upp sjálfsvígshugsanir - og svo geta aðrir verið mjög lokaðir. Sumir unglingar fá mikla vanlíðan án þess að vita afhverju þeim líður svona. Sumir unglingar sem hafa átt erfitt gegnum tíðina hafa leiðst útí fíkniefni og annað, sérstaklega þegar foreldrið er í því rugli. Því það er oftast þannig að foreldrið er sá sem er oftast fyrirmyndin og sá sem manni þykir vænst um. Þá fer unglingurinn í sama spor og foreldri hans.

 Það sem mér finnst vera fullmikið er þegar börn og unglingar eru bæði lögð í einelti í skóla og svo þegar það er komið heim þá er líka vandamál þar. Mér finnst þetta of mikið, þess vegna finnst mér að allir skólar ættu að taka sig á með einelti, því það er svo algengt að öll þau börn og unglingar sem eiga vandamál utan skóla finna til með sér frelsi og líta á skólann sem svokallað Save Place en ekki getur það verið þannig þegar þau eru lögð í einelti í skóla. Mér finnst líka mjög leiðinlegt þegar fólk gerir grín af alvarlegum hlutum sem aðrir krakka geta verið að ganga í gegnum og tala eins og þetta sé ekkert mál eða nota þetta sem grín. Þú veist aldrei hvort eitthver sem er að hlusta á þig hefur verið að ganga nákvæmlega sama og þú ert að gera grín að.

 Það er svo rosalega margt sem við unglingarnir þurfum að ganga í gegnum. Öll vandamálin eru svo ólík og hvernig við upplifum þau. Eitt jákvætt við vandamál unglinga og barna er að þau móta okkur sem manneskju sem við verðum í framtíðinni, þannig lít ég allavega á það.

–Lilja Karen Kristófersdóttir

Gullkistan 13


–Lilja Karen Kristófersdóttir