21.11.11

Gullkistan 25

Lifnaðarhættir Ælendinga


Þetta er dæmi um lifnaðarhætti Ælendinga og þeir hlusta á svona tónlist http://www.youtube.com/watch?v=2Hf-B9ss Ælendingar eru sóðar og koma illa fram við hvorn annan.
                                                    


Þetta er hegðun þeirra á daginn.

Þetta er ósýnilegur Ælendingur.

Vaka Halldórsdóttir

Gullkistan 24


Unglingar
Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fyrsta æviárinu er afleiðingin sú að við vantreystum öðrum.
Verkefni okkar eða hlutverk á unglingsárum er að finna sjálfsmyndina. Ef það tekst ekki, verður úr því sjálfsmyndarruglingur, að við vitum ekki vel hver við erum. Þetta er veigamikið verkefni og getur verið erfitt. Erikson taldi að meðal þess sem við þyrftum að taka afstöðu til væri starfsval, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir, hugmyndir um giftingu, trú á eigin getu í starfi, kynhneigð, menning, áhugamál, persónuleikaeinkenni og líkamsímynd. Allt þetta þarf að gerast á þeim stutta tíma sem unglingsárin taka.
Það er því ljóst að hlutverk okkar á unglingsárunum er ekki auðvelt. Við eigum að vera að finna sjálfsmynd okkar rétt á meðan líkaminn er stöðugum breytingum undirorpinn, hormónaflæðið streymir um okkur, kröfurnar til okkar verða æ meiri í skóla og einkalífi og tilboðin til okkar verða æ flóknari og afleiðingar þeirra afdrifaríkari. Þar að auki erum við að æfa alls kyns nýfengna færni í hugsun um leið og við erum að taka fyrstu skrefin inn í veröld hinna fullorðnu. Tilraunir okkar til að fóta okkur í þessu nýja umhverfi eru stundum ekki sem árangursríkastar og mæta oft nokkurri mótspyrnu umhverfisins. Það er því ekki undarlegt að bæði foreldrar og unglingar verða að sýna þolinmæði og skilning á þessu tímabili, með það í huga að það tekur þó alltént enda.

Tekið af Vísindavefnum

Unglings árin geta verið erfið hjá sumum. Á þessum tíma geta orðið einelti en á sama tíma geta orðið vina hópar sem endast mjög lengi. Unglingsárin geta verið ljúf og létt en hja sumum eru þetta erfiðustu tímarnir.Númerin hægra megin á myndunum passa við númerin á textunum og segja soldið frá.

1.  Öllum stelpum er mikilvægt að eiga góðar vinkonur.
Þetta er dæmi um erfiðleika á unglingsárum það er erfitt að fara í gegnum þau án þess að eiga ekki vini/Vinkonur en það er ekki með því sagt að það sé ekki hægt og líða bara alveg mjög vel.


2. Svar við mig langar svo í sund.
það var gerð játing á bleikt.is sem stelpa skrifaði sem leið illa með líkamann sinn , henni leið illa i kringum fólk þegar hún er í sundi af því hún segir að hún sé of þung eða og feit og er þá hrædd um álit annarar og vill því ekki fara í sund sem er ekki gott því henni langar en vill ekki útaf áliti annara.

3. Ég er ástfangin á besta vini minum.
Þessi játing var um strák sem er hrifin af besta vini sínum. En þorir ekki að segja neinum það.

4. Bleikt.is
Bleikt.is er síða þar sem krakkar sem fullorðnir geta sagt sögur sínar og því sem þau hafa gengið í gegnum eða hvernig þeim líður. Ég hef lesið mikið af þessari síðu og sumt þarna er mjög sorglegt t.d um einelti , ofbeldi og svo fullt meir mikið er um af ástarsorgum á unglinsárum.

5. Á ég að þora kyssa hann.
Ég sjálf hef ekki lesið þessa játningu en mér sýnst á fyrir sögnini að þetta sé svona ekta dæmi um vesen á unglinsárum.

6. Sama og numer 2.

7. Ekki deita strákin sem vinkona þún er hrifin af.
Man voða lítið eftir þessari en þessi játing var mikið drama og vesen.

–Theódóra Hjaltadóttir

Gullkistan 23


Lífið.
Lífið er ljóð um lífsins dyr.
Lífið veldur vonbrigðum en gaf
mér móður sem heldur utan um mig og sleppir ei.
Lífið veldur dauða og einstakt líf.
Hér gengurðu með mér í gegnum lífsins dyr.

–Stella Margrét Magnúsdóttir

Gullkistan 22

Ástin


Ást fylgir þér alla tíð.
Þú finnur einhvern sem þú vilt vera með.
Þú hættir að vera einsamalt peð.
Þið setjið upp giftingarhring.
Ó, ástin er unaðsleg tilfinning!Sigurbjörg Halldórsdóttir

Gullkistan 21Stjórnarskrá Úllónolló
Eftir Naugthy Natan, Hjört Dreka og Dr. Sindra Potter.


1.     „Þetta er Norðlingaskóli, þú hefur frelsi, nýttu það.“

2.     „Þú skalt ekki láta þig dreyma um aðra skóla“

3.     Úllónolló er nafnið, ekki Unglingadeild Norðlingaskóla né neitt annað og þú skalt ekki leggja nafn „Úllónólló við hégóma“

4.     „Þú skalt nota tímann í skólanum til að læra og hvíla þig heima og um helgar.“

5.     „Heiðra skaltu kennarana.“

6.     "Þú skalt ekki meiða samnemendur þína."

7.     „Ekki vera faggi.“

8.     "Þú skalt ekki stela."

9.     „Ekki ljúga upp á samnemendur þína.“

10.  „Ekki girnast hluti samnemenda þinna, hvort sem það séu föt eða námsdót.“

Gullkistan 20

Í tsunami hörmungum í Japan dóu þúsundir manna, barna og kvenna. Þegar björgunarsveitir komust á svæðið náðu þeir að bjarga mörgum. Þegar einn þessarar sveita var að grafa í gegnum húsarústir, þá fundu þau kvenmannslíki. Eftir allar dauðu manneskjunar sem þessir fimm menn hefðu séð þá var þetta ekki sérstakt og þessir menn maáttu ekki eyða miklum tíma til að syrgja eina manneskju þar sem aðrar manneskjur þurftu hjálp þeirra. Þrátt fyrir það þá fundu þessir menn fyrir skrýtinni þörf til að snúa við. þegar þeir skoðuðu líkið betur sáu þeir að hún var í skrýtni stöðu eins og hún væri að krjúpa yfir einhverju þegar þeir hefðu fjarlægt mold og rusl af henn fundu þau litið heilbrigt smábarn sem móðirinn fórnað lífinu sínu fyrir litla möguleikann að einhver gætu fundið barnið. 


-Hjörtur Breki Egilsson

Gullkistan 19

Ljóð 

 Strákarnir sýna hvað þeir geta, 
 þeir bölva mikið og freta, 
 stelpurnar sitja og horfa á, 
 en þær hlusta ekkert á þá.

Karen Sunna Atladóttir

Gullkistan 18

Kínversk tákn
Birta Kristrún HjaltadóttirKaren Sunna AtladóttirHeiða Rún Sigurjónsdóttir
7.11.11

Yfirstrikaðir staðir 37

Jóhann Sebastían Bach: Aría úr Goldberg tilbrigðum. Glenn Gould leikur.
Eða horfið á myndbandið:

Gullkistan 17

Ljósmyndir af því sem okkur þykir vænt um:

-Heiða Rún Sigurjónsdóttir

–Freyja Lind Hilmarsdóttir

–Gunnar Árni Konráðsson–Lilja Karen Kristófersdóttir


–Theódóra Hjaltadóttir

–Unnur Petrea Halldórsdóttir


Gullkistan 16


Heimili Ælendinga


-Unnur Petrea Halldórsdóttir

Gullkistan 15

Stjórnarskrá Úllónolló


1. „Þetta er Norðlingaskóli, þú hefur frelsi, nýttu það.“

2. „Þú skalt ekki láta þig dreyma um aðra skóla“

3. Úllónolló er nafnið, ekki Unglingadeild Norðlingaskóla né neitt annað og þú skalt ekki leggja nafn „Úllónólló við hégóma“

4. „Þú skalt nota tímann í skólanum til að læra og hvíla þig heima og um helgar.“  


5. „Heiðra skaltu kennarana.“ 


6. "Þú skalt ekki meiða samnemendur þína." 


7. „Ekki vera faggi.“ 


8. "Þú skalt ekki stela." 


9. „Ekki ljúga upp á samnemendur þína.“ 


10. „Ekki girnast hluti samnemenda þinna, hvort sem það séu föt eða námsdót.“
–Natan, Sindri & Hjörtur.

Gullkistan 14


Unglingar eru mjög flóknir. Þeir fara í gegnum mörg tímabil. Sumir unglingar þurfa ekki að ganga í gegnum margt, vandamál eða vanlíðan geta líka komið seinna á lífstíðinni. En sumir af þeim þurfa að ganga í gegnum margt, sama hvort það sé tengt fjölskyldum eða vinum. Helstu dæmi um hvað unglingar þurfa að ganga í gegnum eru: Þegar unglingar og börn þurfa að ganga í gegnum skilnað foreldra sinna, misnotkun gegn börnum og unglingum, alkólismi í fjölskyldunni er líka algengur, líkamlegt og andlegt ofbeldi er algengt á sumum heimilium, missir af nánum ættingja getur líka valdið miklum vanlíða og svo er það líka einelti sem er mjög algengt.

 Oftast þegar unglingur hafa átt erfiða æsku getur það valdið mismundandi einkennum, til dæmis: kvíðaköst, átvandamál, athyglisbrestur, þunglyndi, vanlíðan og í einstaka tilfellum koma upp sjálfsvígshugsanir - og svo geta aðrir verið mjög lokaðir. Sumir unglingar fá mikla vanlíðan án þess að vita afhverju þeim líður svona. Sumir unglingar sem hafa átt erfitt gegnum tíðina hafa leiðst útí fíkniefni og annað, sérstaklega þegar foreldrið er í því rugli. Því það er oftast þannig að foreldrið er sá sem er oftast fyrirmyndin og sá sem manni þykir vænst um. Þá fer unglingurinn í sama spor og foreldri hans.

 Það sem mér finnst vera fullmikið er þegar börn og unglingar eru bæði lögð í einelti í skóla og svo þegar það er komið heim þá er líka vandamál þar. Mér finnst þetta of mikið, þess vegna finnst mér að allir skólar ættu að taka sig á með einelti, því það er svo algengt að öll þau börn og unglingar sem eiga vandamál utan skóla finna til með sér frelsi og líta á skólann sem svokallað Save Place en ekki getur það verið þannig þegar þau eru lögð í einelti í skóla. Mér finnst líka mjög leiðinlegt þegar fólk gerir grín af alvarlegum hlutum sem aðrir krakka geta verið að ganga í gegnum og tala eins og þetta sé ekkert mál eða nota þetta sem grín. Þú veist aldrei hvort eitthver sem er að hlusta á þig hefur verið að ganga nákvæmlega sama og þú ert að gera grín að.

 Það er svo rosalega margt sem við unglingarnir þurfum að ganga í gegnum. Öll vandamálin eru svo ólík og hvernig við upplifum þau. Eitt jákvætt við vandamál unglinga og barna er að þau móta okkur sem manneskju sem við verðum í framtíðinni, þannig lít ég allavega á það.

–Lilja Karen Kristófersdóttir

Gullkistan 13


–Lilja Karen Kristófersdóttir

29.10.11

Gullkistan 12

Himinin er blár,
fjöllin eru úr steinum,
sjórinn er risa stór.              -Karen Sunna Atladóttir

28.10.11

Gullkistan 11


Vaka

Skógurinn mikli

Tréin fallega græn
Gula blómið mitt
Laufin falla fallega 
Moldin mjúka brúnaAri Leifsson

Gullkistan 10

Theódóra HjaltadóttirGullkistan 9


Tré er grænt laufum
lauf hrynja þegar haustar
rætur róta mold

Vaka Halldórsdóttir

Gullkistan 8


Vaka Halldórsdóttir

Gullkistan 7Bjölluhóf...nýr endir

Knútur mætti einn á Bjölluhófið, sem eru aðeins á 100 ára fresti, þá sá hann Klepra Kaffibjöllu vera að dansa við Karen stelpubjöllu. Knútur fór og náði sér í drykk og þegar hann fór aftur að dansgólfinu þá sá hann Karen  skvetta drykk sínum framan í Klepra og löðrunga hann svo. Þetta gerði Knút ekki leiðan, ó sei sei nei, hann leit á þetta sem tækifæri til að fá séns með Karen svo að hann fór og bauð henni í dans þetta varð svo byrjunin af yndælu sambandi. Knútur og Karen lifðu hamingjusamlega allt fram til æviloka þar sem að brjálaður fótur birtist út úr engu og myrti Knút og Karen grimmlega.

-Sindri Már Fannarsson 

24.10.11

Gullkistan 6

Haustið 


 Haustið er komið. 
Laufin falla af trjánum. 
Rauð, gul, brún og dauð. 
Það dimmir mjög fljótt úti. 
Og fuglarnir fljúga burt.           -Heiða Rún Sigurjónsdóttir

22.10.11

Gullkistan 5

eldur er heitur
rauðhólar eru rauðir
rauðavatn er rautt
blómin eru stundum bleik
eldfjöll eru heit og rauð


           -Freyja Lind Hilmarsdóttir

21.10.11

Gullkistan 4Litla, gula blóm
nú fellur regnið niður
og blómið stækkar.
Um engið gengur maður
heldur á fölnaðri rós.

              -Jón Ragnar Björgvinsson

Orðaforði 1Auktu við orðaforða þinn

Gullkistan 3

Fiðrildin dansa
fagrir litir regnbogans 
skreytta heiminn stutt
því nóttinn bannar liti
myrkrið ræður þá ríkjum 

            -Hjörtur Breki Egilsson

Gullkistan 2

Vaka 2.0


Harry var helkross.

Verndari Rons er hundur.
James Potter var „Horn.“
Tom Riddle var Voldemort.
Malfoy var ekki vondur.

                       -Sindri Már Fannarsson

20.10.11

Gullkistan 1

Snjóar blómum 
en bláföl móðan
nú byrgir mó.
Af gæsa-ómum
ymur um hljóðan
Ívare-sjó.

Draumvofur margar
dansa í spori
við dapran þey:
Er aftur gargar
hér gæs að vori,
heyri' ég það ei . . .

               -Ohotsuno Ozi

Ohotsune Ozi, Fæddur 663 e. Kr. 

Hann var maður sem sagðist og þóttist eiga einhvern hlut í konungsríkinu eða einhvað í þá áttina. Með það voru allir mjög reiðir og var hann því tekin af lífi árið 687 e. Krist. Af skipun frá Taizyo drottingu.

Rétt áður en hann var tekin af lífi var talið að hann hafi samið þessa vísu hér að ofan.

Jakob Jóh. Smári þýddi.

17.10.11

Að læsa bloggsíðunni

Ef þið viljið læsa bloggsíðunni ykkar eða stjórna því hvort efni af henni kemur upp ef einhver gúglar nafnið ykkar skuluð þið fylgja þessum skrefum:

Farið á Blogger.com og loggið ykkur inn.

Finnið þessa mynd fyrir aftan bloggið ykkar og smellið á svarta þríhyrninginn.

Veljið „Settings.“

Ef þú vilt EKKI að bloggið þitt birtist á Google-leitarvélinni breytir þú stillingunum sem merktar eru með Privacy. Og vistar breytingarnar.


Ef þú vilt að bara kennari geti séð bloggið þitt breytir þú stillingum í Blog Readers. Og vistar.

Þú gætir þurft að smella á einhvern annan flokk fyrst til að geta síðan skráð lesendur. En þú getur skráð þá með því að smella á „Add readers“.Þú smellir á það og skráir: „icemuscle@gmail.com“ sem lesanda.

Vistar svo breytingar. Þá ætti enginn að geta lesið bloggið nema kennarinn.

4.10.11

Námsmat og verkefni


Vikuverkefni eru tengd við yfirstrikaða staði. Eftir lestur og umræður ákveður hver nemandi hvert vikuverkefnið verður. Verkefnið er síðan metið út frá frumleika, sköpunarauðgi og iðjusemi. Námsmat vegna verkefna er stjörnugjöf sem ákveðin er af kennara og nemanda í sameiningu. Hægt er að fá 1, 2 eða 3 stjörnur fyrir verkefnin. Það sem eftir er af skólaárinu á hver nemandi að reyna að safna 50 stjörnum (á u.þ.b. 30 vikum).

Hvenær: Fimmtudagar (skil) & föstudagar (nýtt efni)
Gildi af einkunn: 33,3% (>49 stjörnur = 10)


Málfræði: Nemandinn tekur brekkupróf á 6 vikna fresti. Þess á milli gerir hann sér glósur og vinnur verkefni eftir áætlun. Útskýringar og glósur getur hann sótt hingað á síðuna.

Ef nemandi mælist í tvígang á brekkuprófi yfir 80% í tilteknum námsþætti tekur hann munnlegt próf, standist hann það útskrifast hann um leið í námsefni 8. bekkjar í þeim efnisþætti og fer í efni úr 9. bekk í staðinn.


Hvenær: Miðvikudagar (með kennara) & námslotur + heimanám (að mestu sjálfsnám)
Gildi af einkunn: 33,3% (Meðaleinkunn námsþátta)Þá eru nemendur metnir útfrá umræðum og verkefnum í tímum. Í hverri viku kafar námshópurinn í eitthvað fyrirbæri og safnar upplýsingum og orðaforða. Nemendur tjá sig í mæltu og rituðu máli, gera tónverk og teikningar.


Hvenær: Miðvikudagar 
Gildi af einkunn: 33,3%

17.9.11

Sagnorð


Orðið er sagnorð.


Sagnorð lýsa athöfnum og eru einu orðin sem tíðbeygjast.Dæmi: hlaupa, detta, elda, elska, tjá, opna...

Orðflokkar > Sagnorð Greina annað orð.

Ekki fallorð


Orðið er ekki fallorð. Það getur verið sögn eða einn af fimm flokkum smáorða.

Veistu hvaða orðflokki það tilheyrir?

Ef þú ert óviss getur þú spurt þig:

Tíðbeygist orðið?


Ég ____________ í dag en ég ___________ í gær.

Er orðið skrifað öðruvísi á fyrra strikinu en því seinna? Þú getur líka spurt þig: „Er hægt að setja „að“ fyrir framan orðið?“

Dæmi:

Að detta, að strauja, að klífa, að hrapa, að leigja, að syngja.


                                          NEI

Ekki lýsingarorðOrðið er ekki lýsingarorð. Lýsingarorð lýsa fyrirbærum. Aðaleinkenni þeirra er að þau stigbreytast.  Þá eru eftir tveir flokkar:


Nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð, greinir.
Veistu hvaða orðflokki það tilheyrir?

Ef þú ert óviss getur þú spurt þig:Er þetta orðið „hinn,“ „hin“ eða „hið“ og stendur með öðru fallorði og nafnorði?


Dæmi: 


Hinn mikli maður.
Hin stóra gjá.
Hið góða barn.
Hið fyrsta bros.


Athugaðu sérstaklega að hér er ekki verið að meina orðið hinn í merkingunni: „Ekki á morgun heldur hinn“ eða „Það var ekki þessi úlpa, það var hin.“ Ef orðið er þannig áttu að smella á nei hér að neðan.


                                          NEI

Ekki töluorð


Orðið er ekki töluorð. Töluorð eru nöfn á tölum eða staða í röð (t.d. sjöundi).


Þá eru eftir þrír flokkar:


Nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð, greinir.
Veistu hvaða orðflokki það tilheyrir?

Ef þú ert óviss getur þú spurt þig:Stigbreytist orðið?


Dæmi: 


Stór - stærri - stærstur, 
góður - betri - bestur, 
hlý - hlýrri - hlýjust.
                                          NEI

Ekki nafnorð

Orðið er ekki nafnorð. Nafnorð eru annaðhvort sérnöfn (og skrifuð með stórum staf eða þannig að þau bæta við sig greini).


Þá eru eftir fjórir flokkar:


Nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð, greinir.
Veistu hvaða orðflokki það tilheyrir?

Ef þú ert óviss getur þú spurt þig:

Er orðið tala eða staða í röð?Dæmi: Einn, 1925, sautjánhundruð, ellefta, sjöunda, fimm.

                                         NEI

Ekki sérnafn


Orðið er ekki sérnafn. Sérnöfn eru nafnorð. En það getur samt verið nafnorð eða einhver hinna flokkanna.

Nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð, greinir.

Veistu hvaða orðflokki það tilheyrir?

Ef þú ert óviss getur þú spurt þig:

Er hægt að bæta greini við orðið?

Dæmi: Hestur – hesturinn, epli – eplið, skífa – skífan

                                         NEI

Fallorð

Orðið er fallorð. Þá koma fimm flokkar til greina.

Nafnorð, lýsingarorð, fornöfn, töluorð, greinir.

Veistu hvaða orðflokki það tilheyrir?

Ef þú ert óviss getur þú spurt þig:

Er orðið nafn á einhverju/m (skrifað með stórum staf)?

                                         NEI

Orðflokkagreining

Fallbeygist orðið?

Hér er   __________
Um       __________
Frá       __________
Til       __________


                                           NEI

Nafnorð

Orðið er nafnorð.
Nafnorð eru ýmist sérnöfn eða samnöfn. Samnöfn bæta við sig greini en sérnöfn eru nöfn á tilteknum einstaklingum/fyrirbærum og eru skrifuð með stórum staf.
Dæmi: hugsun, eðli, Sigga, ótti, Kanada.


Orðflokkar > Fallorð > NafnorðGreina annað orð.

Fornöfn

Orðið er fornafn.
Fornöfn eru orð sem oft eru notuð eru í stað nafna eða til að afmarka þau. Það er þó ekki algilt.

Dæmi: Sumir, allir, hver, hann, ég.


Orðflokkar > Fallorð > LýsingarorðGreina annað orð.

Lýsingarorð

Orðið er lýsingarorð.
Lýsingarorð eru einu orðin sem stigbreytast.

Dæmi: Stór - stærri - stærstur


Orðflokkar > Fallorð > LýsingarorðGreina annað orð.

Töluorð

Orðið er töluorð.
Töluorð eru ýmist frumtölur eða raðtölur.

Dæmi um frumtölu: ellefu
Dæmi um raðtölu: ellefta

Orðflokkar > Fallorð > TöluorðGreina annað orð.