7.5.12

LARP - stig

Leikurinn fer þannig fram að þið reynið að lifa af eða drepa aðra. Líf verður táknað með bandi um upphandlegg.

Stig (grunnur)

Að drepa annan leikmann +5
Að fá „nýtt“ líf -10

Að drepa fleiri en tíu +20 aukastig
Að deyja sjaldnar en þrisvar +10
Að deyja aldrei +20 aukastig

Að vera ekki kominn að nægtarhorninu 4 mínútum eftir að gongið hljómar -15

Að koma upp að nægtarhorni +2
Að vera drepinn við nægtarhornið -2 auka

Að geta þulið upp (bara eftir minni) upphaf Ríkarðs III +5 fyrir hverja línu
Að gera villu í Ríkharði III -2 fyrir hverja villu

Að semja rétt orta hæku +3
Að semja rétt orta vöku +4
Að semja vöku eða hæku vitlaust -5

Að leika sannfærandi og með tilþrifum Le Horla +5 til +10
Að klúðra sýningunni -5

Að yrkja ljóð um einhvern sem þér þykir vænt um +2 til +4

Að taka ljósmynd af andstæðingi inni í skógi (verða að sjást tré) þar sem hann horfir beint í myndavélina +2
Að láta taka mynd af sér í skóginum þar sem maður horfir beint í vélina -2

Að taka listræna ljósmynd í skóginum +2 til +10
Að taka klisjukennda ljósmynd í skóginum -3

Að brugga úr vatni, mold og jurtum „eitraðan drykk“ +3
Næsti hópur/einstaklingur sem „klikkar“ á verkefni þarf að „drekka“ drykkinn -2

Að kunna og flytja „Sestu hérna hjá mér systir mín góð“ utanað +10
Að klikka á flutningnum eða skorta tilfinningu -3

Að tálga trékarl á innan við 5 mínútum +5
Að brjóta eða eyðileggja trékarlinn -3

Að syngja „Ást“ með réttum texta +5 fyrir hvert erindi
Að gera villur í textanum eða stoppa á röngum stað í söngnum -2 hver villa


No comments:

Post a Comment