7.9.11

Yfirstrikaðir staðir 27





Í Kattholti í Hlynsskógum í Smálöndunum áttu Emil og Ída  litla systir hans heima. Hefur þú nokkurn tíma heyrt talað um þau? Sé svo, þá veistu að Emil gerði skammarstrik á hverjum einasta degi og mátti dúsa í smíðaskemmunni  fyrir það. Pabbi hans hélt að þannig myndi Emil venjast af því að gera skammarstrik. En þar skjátlaðist honum. Emil fannst bara gaman í smíðaskemmunni.



Astrid Lindgren: Þegar Ída ætlaði að gera skammarstrik. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi.

1 comment:

  1. 1. Gerðu mynd af Kattholti eins og þú sérð það fyrir þér.

    2. Skrifaðu bréf til pabba hans Emils og gefðu honum ráð sem duga til að fá Emil til að hætta að gera skammarstrik. Ef það er það sem þér finnst að hann ætti að gera.

    3. Rökfærsla: „Það er ekkert leiðinlegt í sjálfu sér. Það fer bara eftir því hvernig maður lítur á það.“ Ræddu og taktu afstöðu.

    4. Tónlist/Leiklist: Lærið og flytjið lagið um Emil í Kattholti.

    5. Fróðleikur: Segðu frá Astrid Lindgren.

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete