6.9.11

Yfirstrikaðir staðir 22


Mamma ætlar að sofna 

Sestu hérna hjá mér systir mín góð 
í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð.  
Í kvöld skulum við vera kyrrlát af því, 
að mamma ætlar að sofna rökkrinu í.

 
Mamma ætlar að sofna,
 og mamma er svo þreytt.  
Og sumir eiga sorgir sem svefninn getur eytt. 
Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá, 
sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. 
  
Í kvöld skulum við vera kyrrlát og hljóð,  
mamma ætlar að sofna systir mín góð.
Davíð Stefánsson 

1 comment:

  1. 1. Gerðu þögla stuttmynd um efni ljóðsins.

    2. Tónlist: til er þekkt lag við ljóðið. Spilaðu það eða syngdu.

    3. Rökfærsla: „Það eru mömmurnar sem eru mikilvægustu fólkið.“ Ræddu og taktu afstöðu.

    4. Þekking: Hver var Davíð Stefánsson.

    5. Ljóð: Finndu leið til að gera nýstárlegri útgáfu af þessu ljóði.

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete