Unglingar eru mjög flóknir. Þeir fara í gegnum mörg tímabil. Sumir unglingar þurfa ekki að ganga í gegnum margt, vandamál eða vanlíðan geta líka komið seinna á lífstíðinni. En sumir af þeim þurfa að ganga í gegnum margt, sama hvort það sé tengt fjölskyldum eða vinum. Helstu dæmi um hvað unglingar þurfa að ganga í gegnum eru: Þegar unglingar og börn þurfa að ganga í gegnum skilnað foreldra sinna, misnotkun gegn börnum og unglingum, alkólismi í fjölskyldunni er líka algengur, líkamlegt og andlegt ofbeldi er algengt á sumum heimilium, missir af nánum ættingja getur líka valdið miklum vanlíða og svo er það líka einelti sem er mjög algengt.
Oftast þegar unglingur hafa átt erfiða æsku getur það valdið mismundandi einkennum, til dæmis: kvíðaköst, átvandamál, athyglisbrestur, þunglyndi, vanlíðan og í einstaka tilfellum koma upp sjálfsvígshugsanir - og svo geta aðrir verið mjög lokaðir. Sumir unglingar fá mikla vanlíðan án þess að vita afhverju þeim líður svona. Sumir unglingar sem hafa átt erfitt gegnum tíðina hafa leiðst útí fíkniefni og annað, sérstaklega þegar foreldrið er í því rugli. Því það er oftast þannig að foreldrið er sá sem er oftast fyrirmyndin og sá sem manni þykir vænst um. Þá fer unglingurinn í sama spor og foreldri hans.
Það sem mér finnst vera fullmikið er þegar börn og unglingar eru bæði lögð í einelti í skóla og svo þegar það er komið heim þá er líka vandamál þar. Mér finnst þetta of mikið, þess vegna finnst mér að allir skólar ættu að taka sig á með einelti, því það er svo algengt að öll þau börn og unglingar sem eiga vandamál utan skóla finna til með sér frelsi og líta á skólann sem svokallað Save Place en ekki getur það verið þannig þegar þau eru lögð í einelti í skóla. Mér finnst líka mjög leiðinlegt þegar fólk gerir grín af alvarlegum hlutum sem aðrir krakka geta verið að ganga í gegnum og tala eins og þetta sé ekkert mál eða nota þetta sem grín. Þú veist aldrei hvort eitthver sem er að hlusta á þig hefur verið að ganga nákvæmlega sama og þú ert að gera grín að.
Það er svo rosalega margt sem við unglingarnir þurfum að ganga í gegnum. Öll vandamálin eru svo ólík og hvernig við upplifum þau. Eitt jákvætt við vandamál unglinga og barna er að þau móta okkur sem manneskju sem við verðum í framtíðinni, þannig lít ég allavega á það.
–Lilja Karen Kristófersdóttir
No comments:
Post a Comment