21.11.11

Gullkistan 24


Unglingar




Sennilega er sálfræðingurinn Erik Erikson einn af frægustu fræðimönnunum sem fjallað hafa um unglingsárin. Hann hélt því fram að á öllum æviskeiðum hefðum við ákveðið verk að vinna, mismunandi fyrir hvert æviskeið, allt frá fæðingu til dauðadags. Ef okkur tekst til dæmis ekki að læra að treysta öðru fólki á fyrsta æviárinu er afleiðingin sú að við vantreystum öðrum.
Verkefni okkar eða hlutverk á unglingsárum er að finna sjálfsmyndina. Ef það tekst ekki, verður úr því sjálfsmyndarruglingur, að við vitum ekki vel hver við erum. Þetta er veigamikið verkefni og getur verið erfitt. Erikson taldi að meðal þess sem við þyrftum að taka afstöðu til væri starfsval, stjórnmálaskoðanir, trúarskoðanir, hugmyndir um giftingu, trú á eigin getu í starfi, kynhneigð, menning, áhugamál, persónuleikaeinkenni og líkamsímynd. Allt þetta þarf að gerast á þeim stutta tíma sem unglingsárin taka.
Það er því ljóst að hlutverk okkar á unglingsárunum er ekki auðvelt. Við eigum að vera að finna sjálfsmynd okkar rétt á meðan líkaminn er stöðugum breytingum undirorpinn, hormónaflæðið streymir um okkur, kröfurnar til okkar verða æ meiri í skóla og einkalífi og tilboðin til okkar verða æ flóknari og afleiðingar þeirra afdrifaríkari. Þar að auki erum við að æfa alls kyns nýfengna færni í hugsun um leið og við erum að taka fyrstu skrefin inn í veröld hinna fullorðnu. Tilraunir okkar til að fóta okkur í þessu nýja umhverfi eru stundum ekki sem árangursríkastar og mæta oft nokkurri mótspyrnu umhverfisins. Það er því ekki undarlegt að bæði foreldrar og unglingar verða að sýna þolinmæði og skilning á þessu tímabili, með það í huga að það tekur þó alltént enda.

Tekið af Vísindavefnum

Unglings árin geta verið erfið hjá sumum. Á þessum tíma geta orðið einelti en á sama tíma geta orðið vina hópar sem endast mjög lengi. Unglingsárin geta verið ljúf og létt en hja sumum eru þetta erfiðustu tímarnir.



Númerin hægra megin á myndunum passa við númerin á textunum og segja soldið frá.

1.  Öllum stelpum er mikilvægt að eiga góðar vinkonur.
Þetta er dæmi um erfiðleika á unglingsárum það er erfitt að fara í gegnum þau án þess að eiga ekki vini/Vinkonur en það er ekki með því sagt að það sé ekki hægt og líða bara alveg mjög vel.


2. Svar við mig langar svo í sund.
það var gerð játing á bleikt.is sem stelpa skrifaði sem leið illa með líkamann sinn , henni leið illa i kringum fólk þegar hún er í sundi af því hún segir að hún sé of þung eða og feit og er þá hrædd um álit annarar og vill því ekki fara í sund sem er ekki gott því henni langar en vill ekki útaf áliti annara.

3. Ég er ástfangin á besta vini minum.
Þessi játing var um strák sem er hrifin af besta vini sínum. En þorir ekki að segja neinum það.

4. Bleikt.is
Bleikt.is er síða þar sem krakkar sem fullorðnir geta sagt sögur sínar og því sem þau hafa gengið í gegnum eða hvernig þeim líður. Ég hef lesið mikið af þessari síðu og sumt þarna er mjög sorglegt t.d um einelti , ofbeldi og svo fullt meir mikið er um af ástarsorgum á unglinsárum.

5. Á ég að þora kyssa hann.
Ég sjálf hef ekki lesið þessa játningu en mér sýnst á fyrir sögnini að þetta sé svona ekta dæmi um vesen á unglinsárum.

6. Sama og numer 2.

7. Ekki deita strákin sem vinkona þún er hrifin af.
Man voða lítið eftir þessari en þessi játing var mikið drama og vesen.

–Theódóra Hjaltadóttir

No comments:

Post a Comment