28.10.11

Gullkistan 7Bjölluhóf...nýr endir

Knútur mætti einn á Bjölluhófið, sem eru aðeins á 100 ára fresti, þá sá hann Klepra Kaffibjöllu vera að dansa við Karen stelpubjöllu. Knútur fór og náði sér í drykk og þegar hann fór aftur að dansgólfinu þá sá hann Karen  skvetta drykk sínum framan í Klepra og löðrunga hann svo. Þetta gerði Knút ekki leiðan, ó sei sei nei, hann leit á þetta sem tækifæri til að fá séns með Karen svo að hann fór og bauð henni í dans þetta varð svo byrjunin af yndælu sambandi. Knútur og Karen lifðu hamingjusamlega allt fram til æviloka þar sem að brjálaður fótur birtist út úr engu og myrti Knút og Karen grimmlega.

-Sindri Már Fannarsson 

No comments:

Post a Comment