29.2.12

Gullkistan 32

Á maður að velja sér maka úr sama „flokki“ og maður tilheyrir sjálfur?

 Þegar það kemur að því að fólk velji sér maka þá finnst mér ekki skipta máli hvort manneskjan sé í sömu íþróttum, með sama tónlistarsmekkinn, sömu áhugamál eða sé í sama „fegrunarflokk“ . Allt sem skiptir máli er að maður beri tilfinningar til einstaklingsins, sama hversu líkur eða ólíkur hann er þér. Oft eru það ólíkustu einstaklingarnir sem smellpassa saman. Að sjálfsögðu er auðvitað líka líklegt að fólk hafi eitthvað sameiginlegt í fyrstu, fyrstu kynnin geta til dæmis verið útfrá sameiginlegum vini eða sameiginlegum áhugamálum. Það getur hjálpað til þegar fólk er að kynnast að hafa sameiginlega hluti til þess að tala um en ég held að maður endi alltaf með manneskju sem er ólík manni.

 Það er þó algengt að fólk leggji áherslu á að finna sér myndalega kærustu / kærasta og setji útlitið í fyrsta sæti. Fólk lætur oft blekkjast af útliti og gleymir þá að hugsa um það sem skiptir mestu máli; persónuleikinn og að manneskjan sé góð við þig. Niðurstaða pælingar: Þú tekur bara manneskjunni eins og hún er og elskar hana eins og hún er.

–Lilja Karen Kristófersdóttir

No comments:

Post a Comment