29.2.12

Gullkistan 30Mömmurnar eru mikilvægastarMér finnst mömmur vera mikilvægastar.
Það eru þær sem bera mann inni í sér í svona 9 mánuði og rembast við að koma manni út í marga klukkutíma.
Þær fæða mann.

Þær klæða mann.
Þær kyssa á bágtið.
Þær kúra hjá manni.
Þær elda matinn.
Þær taka til og þrífa allt.
Þær búa um rúmið.
Þær þerra tárin.
Þær skutla manni út um allt.
Og þær myndu gera örugglega hvað sem er fyrir mann ef þær gætu.

–Unnur Petrea Halldórsdóttir

No comments:

Post a Comment