29.2.12

Gullkistan 31


Ég heiti Erlendur Guðni og fæddist 10 febrúar 1998 kl 14:12.Og mér fannst alltaf gaman um jólinn og  var alltaf að baka með ömmu minni.Ég og mamma áttum heima hjá ömmu og afa til ársins 2005.Þá keypti mamma íbúð í Breiðholti sem við fluttum í það var mjög erfitt að flytja þangað.
Af annara sögn var ég mjög góður og brosmildur,en þótti stríðinn.Ég var mjög spenntur t.d.fyrstu jólin þá borðaði ég upp úr heilum konfektkassa á aðfangadag og fékk aldeilis í magann á eftir.En fullt af jólagjöfum undir jólatrénu og mér fannst gaman að taka utan af þeim.Þegar ég var skírður í Fella-og Hóla kirkju þá hélt afi minn á mér,hann var hræddur um að missa mig svo hann vafði utan um mig skírnarkjólnum,ég varð mjög hræddur og ég grenjaði eins og ég veit ekki hvað.Að eiga heima hjá ömmu og afa og frænkum mínu sem voru tvær ég var í uppáhaldi hjá þeim öllum sérstaklega þótti mér gott að vera hjá Kristínu Júlíönu sem mér þótti vænst um af öllum,ég var alveg dekraður af þeim öllum.Fyrir fyrstu jólin var búið að þrífa ísskápin amma ætlaði að fara að leita að mér þá hafði ég skriðið inn í tómann ísskápinn og hallað hurðinni aftur svo engin sá mig,þá fann amma mig þar inni, þá þóttist ég mjög sniðugur.Við ferðuðumst  mjög mikið á sumrin,þegar ég var 3 ára fórum við í Þórsmörk þá var farið yfir Krossá sem var mjög mikið í þá,það flæddi mikið inní í rútuna, ég var ekkert hræddur en amma mín var alveg rosalega hrædd og ég þurfti að halda í hendina á henni.
 Ég hef ferðast nokkuð mikið með afa og ömmu og frænkum mínu við flugum til Frankurt,tókum bíll á leigu keyrðum í Moseldalinn þar gistum við í Bernkastel sem er mjög fallegur bær,við vorum þarna í nokkra daga og vorum að skoða okkur um. Ég sá vínekrurnar í Moseldalnum sem mér fannst alveg meiri háttar.Við komum við í Tríer sem  var gaman að koma í,  ég fékk mér heita vöfflu með köldum ís ofan á.Við skoðuðum söguminjar staðarinns. Hér bak við mig sem ég er að borða sjást rómverskar minjar Porte Nigro.
 
Frá Trier héldum við til Lugsemborgar þar skoðuðum við gilið, konungshöllina og fleiri flotta staði . Þetta var geðveik ferð með þeim.

 Eitt kvöldið var ákveðið að taka stefnuna til Parísar við komum seint um kvöld til Parísar og byrjuðum að leita að hóteli.Effelturninn var beint á móti herberginu það var lítil gluggi sem var með Effelturninn mótaðan  inn í glugganum.Daginn eftir fórum við í neðan jarðar lest og ætluðum að skoða Effelturninn,Norte Dame kirkjuna.Ég skoðaði líka Louere safni sem er mjög frægt og er mjög flott að sjá og líka Sigurbogan,Kongortorgið,Latínuhverfið en samt Effelturnin var bestur og svo kom Norte Dame kirkjan.


Ég var alveg hissa þegar maður sá alla þessa ávexti á götunum.Þessi mynd er af mér í Luore safninu.Afi og ég í speglasalnum.Svo leið heim þá fórum við til Þýskalands og fórum í Euro Park það var geðveikt gaman ég fór í vatnsrennibraut og það var gaman ég fór margar ferðir.

Þetta var mjög skemmtilegt að vinna þetta verkefni og gera allt sem er hér fyrir ofan þetta var bara gaman.

No comments:

Post a Comment