6.9.11

Yfirstrikaðir staðir 21


Kínverskar soðbökur

300.000.000 matskeiðar af feiti 
1.500.000.000 bollar af hveiti 
2.000.000.000 teskeiðar af natróni 
750.000.000 teskeiðar af salti 
750.000.000 bollar af mjólk 
Blandið feitinni við hveitið, natrónið og saltið þar til deigið myndar fína mylsnu. Hrærið mjólkinni saman við. Látið deigið drjúpa úr matskeið niður á heitt kjöt eða grænmeti í sjóðandi heitri kássu (látið ekki drjúpa beint í vökvann). Sjóðið á opinni pönnu í tíu mínútur. Setjið lokið á og sjóðið í 10 mínútur í viðbót. Úr þessu ættuð þið að fá 800.000.000 til 1.000.000.000 soðbökur.


Mike Topp. Þýðing eftir Eirík Örn Norðdahl

1 comment:

  1. 1. Teiknaðu mynd eða myndasögu þar sem þú leikur þér að fáránlega háum eða lágum tölum eða skrítnum hlutföllum.

    2. Gerðu aðra uppskrift fyrir eftir sömu reglu. Finndu hvað Kínverjar eru margir og margfaldaðu uppskriftina.

    3. Rökfærsla: „Ef allir notuðu jafnmikið af öllu og við Vesturlandabúar gerum myndu auðlindir heimsins klárast. Það sýnir að við erum að nota of mikið.“ Ræddu og taktu afstöðu.

    4. Dans: Semdu dans við Kínverskt lag sem þú finnur.

    5. Myndverk: Finndu kínverskt letur og lærðu að teikna nokkur tákn. Sýndu afraksturinn.

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete