6.9.11

Yfirstrikaðir staðir 15




Hvað þarf til að skáldskapur sé spennandi? 


 Einhver innri átök. Það þarf hvoru tveggja að koma til: Einhver tæknileg geta, og svo að fólk hafi virkilega þörf fyrir að skrifa. Maður horfir upp á miðaldra höfunda, prósahöfunda frekar en ljóðskáld (það eru svo margir sem hætta að skrifa ljóð), og þeir eru orðnir ógeðslega þjálfaðir í að skrifa. Það rennur kanski út úr þeim flottur og fínpússaður texti, öllu er mjög vel pakkaðinn, en það ekkert spennandi eða nýtt að gerast í efniviðnum. Maður verður að vera sjálfsgagnrýninn og skora á sjálfan sig - tala ekki nema maður hafi eitthvað að segja.

Kristín Svava Tómasdóttir 

1 comment:

  1. 1. Teiknaðu mynd eða taktu ljósmynd þar sem viðfangsefnið er „innri átök“.

    2. Semdu ljóð eða annan stuttan texta, skrifaðu hann svo upp aftur og bættu hann, gerðu þetta einu sinni enn og birtu allar þrjár útgáfur.

    3. Rökfærsla: „Það er mikilvægara að gera ómerkilega hluti vel en gera góða hluti ómerkilega.“ rökræddu og taktu afstöðu.

    4. Hljóð: Finndu ljóð eftir einhverja unga konu. Taktu upp upplestur þinn á ljóðinu.

    5. Fróðleikur:Hver er Kristín Svava Tómasdóttir?

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete