Fólkið kom aftur úr lyftuferðalaginu og þá spurði ég strákinn hvað hefði eiginlega gerst, hvað hann hefði verið að hugsa –en hann sagði:
Það stóð utan á innkaupapokanum sem við fengum í búðinni í gær að við ættum -á hverjum degi – að gera eitthvað sem við erum hrædd við. Og ég er svo hræddur við lyftur – þessvegna fór ég í lyftuna með hinum. Drengurinn, sem nú er orðinn 7 ára, fylgir þessari reglu að gera eitthvað sem hann er einmitt hræddur við, kannski ekki á hverjum degi, en nógu oft til að gleyma ekki reglunni. Hann er hættur að vera hræddur við ýmislegt sem skelfdi hann áður – en það sem er mikilvægara, hann veit að ef hann verður hræddur þá getur hann sjálfur gert ýmislegt til að sigrast á óttanum.
Ef við æfum okkur þá verðum við flínk – ef við æfum okkur í hugrekki þá verðum við hugrökk. Ef við erum hugrökk þá þorum við að vera við sjálf, jafnvel þótt það þýði að við erum ekki eins og hinir og jafnvel þótt það þýði að einhverjum finnist það asnalegt.
Sigrún Sveinbjörnsdóttir
1. Myndlist. Orðaðu setningu sem merkir það sama og drengurinn las á innkaupapokanum. Hannaðu útlit poka með þessari setningu annaðhvort í tölvu eða á blað (eða jafnvel á poka).
ReplyDelete2. Tækni: Kynntu þér hvernig öryggisbremsur á lyftu virka. Greindu frá.
3. Rökfærsla: „Maður getur æft sig í hugrekki.“ Ræddu og taktu afstöðu.
4. Ljósmyndun: Taktu ljósmyndir þar sem lyftur eru í aðalhutverki.
5. Ljóð: Semdu ljóð eða smásögu um hugrekki.
6. Annað. Hvað viltu gera?