5.9.11

Yfirstrikaðir staðir 1„Það hefur farið með versta móti um hjartað í mér undanfarið. Það hefur lamist lengi, og upp á síðkastið hefur verið þröngt um það í brjóstinu eins og brjóstið og hjartað eigi ekki lengur saman.“ Málfríður Einarsdóttir, Samastaður í tilverunni

2 comments:

 1. Þetta eru fyrstu kynni ykkar af Málfríði, þau verða meiri í vetur.

  Hugmyndir að verkefnum:

  Hugmyndir að verkefnum:

  1. Teiknaðu mynd sem lýsir tilfinningunni sem Málfríður talar um í textabrotinu.

  2. Líkami og sál. Skrifaðu pistil, ljóð eða stutta sögu um það hvernig líðanir okkar og hugsanir geta haft áhrif á líkamsstarfsemina.

  3. Rökfærsla: Láta unglingar stjórnast of mikið af tilfinningum?

  4. Tónlist: Finndu tónlist sem passar við tilfinninguna í textabrotinu. Settu á síðuna þína og kynntu flytjendur, lag og ljóð.

  5. Höfundurinn: Leitaðu að „Málfríður Einarsdóttir“ og „Málmfríður Einarsdóttir“ á timarit.is. Hvað finnur þú? Kynntu það fyrir okkur (ekki með því að sýna bara niðurstöður. Dragðu ályktanir af því sem þú finnur).

  6. Annað. Hvað viltu gera?

  ReplyDelete
 2. Flott! Mikið rosalega hefurðu annars góðan bókmenntasmekk!

  ReplyDelete