6.9.11

Yfirstrikaðir staðir 12



 
Á hverjum degi að öllu leyti. 

(Dr. Coue: „Ég verð betri og betri á hverjum degi að öllu leyti.“) 
 Ég vaknaði í morgun  
og velti fyrir mér  
hvar væri kempa, hetja há.  
Jú — sjá, ein stendur hér!  


 Ég sjálfur hóf minn arm á loft  
með sigurhreina lund,  
sagði: „Þú ert sannarlega æði!“  
og fékk mér hænublund.  


 Ég greip mig í fang mér sjálfum  
datt ekki' í hug að telja fé,  
ég taldi aðeins sjálfa mig  
þar sem yfir vatn ég sté.  



 Sólin skein af aðdáun,  
hafið brosti breitt:  
„Þú ert algert æði!  
Þér fremra er ekki neitt.“  



 Mig dreymdi mig á engi,  
englar sungu sálm.  
Á brott ég hrakti dísir og hirða 
með sitt leiða fálm.  



 Stúlka bauð mér epli,  
sagði': „Ókeypis fyrir þig.“  
„Ég hef enga lyst, mín væna,  
ég er að spara mig fyrir mig.“  




 Mig dreymdi' ég væri á himnum,  
Guð sagði: „Taktu við!  
Þú er algert æði.  
Fyrir þér ég bið.“  




 Enginn syngur betur,  
fallegra fés þú aldrei sást.  
Stundarhrifning segir kærastan  
en ég þekki sanna ást.

-Kit Wright . Þýðing Ó.S.Ó


2 comments:

  1. 1. Teiknaðu mynd eða myndasögu af afrekum þessa manns. Reyndu að hafa hana í gamansömum tón.

    2. Semdu ljóð sem er andstæða þessa ljóðs. Um einhvern sem tætir sjálfan sig niður.

    3. Rökfærsla: „Það er betra að hafa of mikið sjálfstraust en of lítið.“ Færðu rök með og á móti og taktu afstöðu.

    4. Tónlist: Kit Wright samdi mörg hljómfögur ljóð. Skoðaðu ljóðið um rauðu stígvélin. Hlustaðu á upplestur hans. Taktu þig (mátt vinna með fleirum) upp við að „rappa“ ljóðið og settu á námsvefinn þinn.

    5. Fróðleikur: Finndu ljóð eftir Kit Wright og gerðu þína eigin þýðingu.

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete
  2. Varðandi #4 hér að ofan þá er linkurinn hér:

    http://www.poetryarchive.org/poetryarchive/singlePoem.do?poemId=1727

    ReplyDelete