7.9.11

Yfirstrikaðir staðir 26





Það er til fullt af fólki sem vill skipta sér af því hvernig unglingsstelpur eigi að klæða sig. Einnig skapar tískan og menningin samfélagslegan þrýsting á það hvernig stelpur eiga að klæða sig hverju sinni. Oftast snýr gagnrýnin að því að þær séu of lítið klæddar t.d. í of flegnum bol eða of stuttu pilsi. Aðrir reyna að selja þeim allskyns óþarfa eða tískuvarning til þess eins að græða. Enn öðrum finnst þær eiga að vera í sem minnstu. Fyrirgefið, en hverjum kemur það eiginlega við öðrum en stelpunum sjálfum? Er þetta ekki sambærilegt við samfélög þar sem konur eru skikkaðar til þess að ganga með slæður, í kuflum eða bannað að klæðast fötum þar sem sést í ökkla þeirra? Stelpur eiga að fá að ráða því sjálfar hvernig þær klæða sig. Ráðgjöf getur verið góð en það á að skipta mestu máli hvernig þér líður í fötunum. Ef þú fílar að ganga í stuttu pilsi eða kufli, ef því er að skipta, þá gerir þú það auðvitað.

Kristín Tómasdóttir og Þóra Tómasdóttir: Stelpur!

1 comment:

  1. 1. Tískusýning. Haltu tískusýningu þar sem þú reynir að undirstrika það sem kemur fram í textanum. Reyndu að varpa ljósi á mismunandi klæðaburð og hefðir.

    2. Fatahönnun: Hannaður (teiknaðu) föt sem þú heldur að séu þægileg og þér líði vel í. Reyndu að gleyma öllum tískusveiflum á meðan. Hugsaðu bara um þig og hvað er líklegt til að láta þér líða vel.

    3. Rökfærsla: „Stelpur eiga að ráða því sjálfar í hverju þær eru.“ Ræddu og taktu afstöðu.

    4. Könnun: Finndu einhverja flík, fylgihlut eða annað sem er „í tísku,“ gerðu könnun á því hve margir eiga svoleiðis hlut í raun og veru.

    5. Ljóð/Mynd: Taktu ljósmynd eða semdu ljóð um það hvernig er að vera unglingsstelpa (skiptir ekki máli þótt þú sért strákur).

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete