6.9.11

Yfirstrikaðir staðir 6



laufey

ég er þunnur og mig langar svo rosa til að létta á mér nú
laufey þessvegna skrifa ég þér þetta bréf
þegar ég sagði að þú hefðir kynþokka á við kú
var ég kengfullur sorrí þú ert allt sem ég elska og hef
þú ert hraustari en fjandinn og betri en nokkur belja
en svona breddu eins og þig á maður aldrei að reyna að hrekkja eða kvelja

ég elska þig alveg svaka mikið laufey meira en lífið
og landið og sjóinn og mömmu og honduna mína
ég stóð við mitt loforð og losaði mig við þýfið
lét það fyrir slikk sem ég lagði svo inn á bankabókina þína
svo þetta er allt þér að kenna en þú þarft ekki að vera svona rosa reið
þó ég rændi helvítis bankafjandann um leið

ó laufey æ lovjú
lífið það var eitt sinn ég og þú
ó laufey æ lovjú
en líklega fæ ég að dúsa inni fleiri ár en þrjú

ég lýg ekki að þér laufey hér úti á sjó
ég lét tattúvera á mig blindfullur útí amsterdam orðin sem þér fundust svo kúl og næs
þessi sem standa í bókinni manstu þegar hann drakúla dó
deðð is an illúsjón anlof nevur dæs
ég ætlaði bara að sanna fyrir þér hvort okkar væri meira hraustmennið
og man ekki neitt en þegar ég vaknaði var djöfuls setningin þvert yfir andskotans ennið

þú ert þrýstnasta konan sem ég hef kynnst hér heima á fróni
og kartöflunefið þitt finnst mér næstum því ætt
svo ég fatta ekki alveg hvað þú ert alltaf að flækjast um með honum jóni
en þér finnst víst svona kríp vera getnaðarlegt og sætt
ok ef þú vilt endilega vera með þessu greyi og finnst það svona gaman                                        
getum við þá bara ekki héðan í frá verið öll þrjú saman?

ó laufey æ lovjú
þú lékst þér að því að vera mér ótrú
ó laufey æ lovjú
ég loka bara augunum meðan við erum í rúminu öll þrjú

auðvitað áttirðu aldrei að frétta þetta með okkur fríðu
ég fór bara með henni upp í rúmið því að það var svo djöfull breitt
það var myrkur undir teppinu og það var hún sem bauð mér blíðu
og bað mig að fara úr öllum fötunum og mér var svo andskoti heitt!
og þegar hún byrjaði ætlaði ég nú varla þessu nuddi hennar að nenna
og neitaði lengi vel svo þú sérð að þetta var allt henni fokking að kenna

og nú þegar ég skrifa þetta laufey byrja helvítis tárin að trilla
í taumum niður kinnarnar á blaðið þetta er eins þegar ég míg í sand
ég vildi miklu frekar vera heima með þér og jóni og tjatta og tjilla
en það tekur víst bara lögga á móti mér þegar dallurinn drullast í land
og þeir halda örugglega að ég sé perri og bölvaður bjáni
því í bankaráninu var ég í kjól af þér sem ég fékk að láni

ó laufey æ lovjú
ó laufey æ rílí rílí rílí dú
ó laufey æ lovjú
þið líkist alveg svakalega afi gamli og þú
 
                                                                                                                              hörður torfa - 2004

Myndina af Herði tók Rafn Sig.

1 comment:

  1. 1. Skrifaðu örsögu um viðbrögð Laufeyjar við bréfinu. Láttu hana hefjast svona: „Laufey lagði frá sér bréfið og...“

    2. Semdu þitt eigið ljóð um eitthvað sem pirrar þig við annað fólk (heimska, eigingirni, tillitsleysi eða eitthvað annað).

    3. Rökfærsla: Einu sinni skrifaði dauðvona prófessor bók til barna sinna. Hann gaf dóttur sinni eitt mikilvægt ráð: „Elskan mín, aldrei taka mark á því sem strákar segja. Skoðaðu það sem þeir gera.“ Telur þú að hann hafi rétt fyrir sér?

    4. Tónlist: Skoðaðu heimasíðu Harðar Torfa. Þar finnur þú fleiri ljóð. Leitaðu að lögum og ljóðum á netinu og settu á námsvefinn þinn.

    5. Fróðleikur: Leitaðu að Herði Torfasyni á timarit.is. Fyrir hvað hefur hann helst verið í fréttum? Ekki bara nefna dæmi. Dragðu ályktanir.

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete