7.9.11

Yfirskyggðir staðir 30









Pappírshjörtu

 Ég skar út fullt af pappírshjörtum
 og hengdi uppí loftið á herberginu þínu 
breiddi síðan yfir mig skítugt lak 
og sveimaði kringum þig þar sem þú svafst
 eins og fallegasta líkið í veröldinni
 þuldi síðan ljóðið sem ég samdi fyrir þig
 og þú sagðir að væri drasl helvítis fíflið þitt 
en hvað um það við skulum sauma okkur saman á morgum 
og þykjast vera síamstvíburar. 


 Þórdís Björnsdóttir: Úr Ást og appelsínum

1 comment:

  1. 1. Ást. Lýsir ljóðið ást eða einhverju öðru? Segðu þína skoðun.

    2. Hönnun: Gerðu líkan að herberginu eins og því er lýst og persónunum í því.

    3. Rökfærsla: „Í raunverulegri ást verða tveir að einu.“ Ræddu og taktu afstöðu.

    4. Skrautskrift: Handskrifaðu ljóðið upp með leturgerð sem þér finnst passa við það.

    5. Ljóð: Semdu ljóð um sambandið frá sjónarhóli hins aðilans.

    6. Annað. Hvað viltu gera?

    ReplyDelete